Skyrora attempts first rocket launch to space with Icelandic mobile spaceport

Skyrora Skylark L Launch Vehicle
Image Credit: Skyrora

Suborbital Skylark L launch attempt tests critical processes and components ahead of planned full orbital launch from UK in 2023

Langanes, 08 October 2022 - Skyrora has attempted to launch its suborbital Skylark L rocket from a site in Langanes, Iceland into space, marking another milestone on its way to commercial viability and the first vertical orbital launch from UK soil in 2023.

The vehicle left the launch pad and experienced an anomaly, landing in the Norwegian Sea approximately 500 metres away from the launch site. No people or wildlife were harmed in any way, and recovery of the vehicle is currently ongoing. Multiple tracking systems as well as boats and aeroplanes have been employed to optimise the recovery process.

Overcoming severe storms and freezing temperatures, the launch attempt was made possible with the support and approval of stakeholders across the Icelandic government, which signifies the increased cooperation between the two countries, having previously executed the pathfinder launch of Skyrora’s Skylark Micro rocket from Iceland in Autumn 2019. Since then, the company has been in talks with the Icelandic Government to cement the safety and viability of launching Skylark L to ensure it could be completed without risk to people, wildlife, buildings, or the wider environment.

Skylark L Launch Vehicle

Using Skyrora’s innovative and agile mobile spaceport solution, the launch attempt was completed within seven days of arriving on site. The entire launch operation was developed and executed in record time, with the packing of the launch complex - containerised to enable easy transportation and rapid deployment - and shipping of the vehicle and facilities taking less than a month. Due to the spaceport’s mobility, Skyrora was able to minimise the footprint of their launch operations on the surrounding landscape and wildlife habitats, leaving little to no trace of activity behind.

Skylark L is Skyrora’s 11m suborbital rocket, capable of reaching 4x the speed of sound and an altitude of over 125 km. 70% of the technology tested in the Skylark L launch attempt will be applied to the systems of the Skyrora XL vehicle, providing a key incremental learning opportunity to increase technological readiness ahead of vertical orbital launch next year. 

Skylark L Rocket in Iceland

Lee Rosen, Chief Operations Officer at Skyrora, said:

“With over three decades in the business, I can assure you that despite the best design, build, and test preparations, anomalies still unfortunately do happen. Skyrora’s launch attempt of Skylark L has provided the team with valuable experience in operations procedures, logistics coordination, and execution of the rapid setup and pack-down of our mobile launch complex, experience which will propel us forward monumentally in our mission to reach orbit. We are delighted to have had the support of the Icelandic Government and the local Þórshöfn community for this launch attempt. It is a true sign of the strengthened relationship at the heart of European space efforts.”

Volodymyr Levykin, Founder and CEO of Skyrora, said:

“Skyrora is continuously propelling itself towards UK launch. Our launch attempt in Iceland is a testament to building connections between nations, as well as the hard work of the Skyrora team, who worked against all odds to make the attempt happen, including harsh weather conditions and extremely low temperatures around which our equipment has never been tested. Those on site are currently completing pack-down through those challenging conditions, and we will be investigating the nature and cause of the anomaly further once that process is finished."

“While this launch attempt did not go entirely as we expected, it has nevertheless been a valuable learning opportunity - and a huge victory for this new relationship between Iceland and the UK, as well as the European space sector more broadly. Based on what we have achieved here, we remain confident of achieving our objective of a full vertical orbital launch from UK soil in 2023.”

Skyrora Launch Workshop

Björn Sigurður Lárusson, Mayor of Langanesbyggd, said,

“It was a privilege for Langanesbyggd community to be chosen as the place for the Skylark L launch and to host the Skyrora crew. We have been informed about the project every step of the way, and this cooperation between Skyrora and the community will act as a role model for future projects in our small community."

“We sincerely hope that this project will lead to further development of the space sector in Iceland. The strong bond between the UK and Iceland goes centuries back. We Icelanders even call the 15th century “The English century.” This bond has now been brought to a new level through the Skylark L launch attempt from Iceland”.

The launch attempt of Skylark L is Skyrora’s latest milestone bringing the company closer to reaching orbit next year, following on from their successful 2nd stage static fire test of their orbital rocket, Skyrora XL, in August at Machrihanish Airbase, the first test of its kind in the UK in over 50 years. 

Matt Archer, Director of Commercial Spaceflight at the UK Space Agency, said:

“This suborbital launch attempt of a rocket developed in Scotland is another exciting step on Skyrora’s journey towards launching from the UK. Our strong international relationships with partners such as Iceland are vital for our own launch ambitions. By harnessing the opportunities provided by commercial spaceflight, we are creating highly skilled jobs and local opportunities across the country.”

Langanes, 13. október 2022 – Skyrora gerði nýverið tilraun til að skjóta Skylark L eldflauginni á loft frá færanlegri geimhöfn á Langanesi, en flaugin er hönnuð til að fljúga að kastbraut jarðar. Tilraunin er mikilvægt skref til að að sýna fram á markaðshæfni eldflauganna fyrir fyrsta lóðrétta geimskot að sporbraut árið 2023 sem framkvæmt verður í Bretlandi.

Eldflauginni var skotið á loft frá geimhöfninni en sökum tæknilegra erfiðleika lenti hún í Noregshafi, um hálfum kílómeter frá skotstað. Hvorki fólk né dýralíf urðu fyrir skaða á nokkurn hátt og nú er unnið að endurheimt eldflaugarinnar með fjölda rakningarkerfa, bátum og flugvélum.

Tilraunaskotið naut stuðnings og samþykkis hagsmunaaðila víðs vegar að úr íslensku stjórnkerfi. Áður hafði Skyrora skotið upp Skylark Micro eldflauginni frá Íslandi haustið 2019 og hafði síðan þá verið í viðræðum við íslensk stjórnvöld til að tryggja öryggi og hagkvæmni þess að skjóta Skylar L á loft, og tryggja að hvorki fólk, dýralíf né umhverfi beri skaða af framkvæmdinni.

Það tók aðeins sjö daga að setja upp hina færanlegu og sérhönnuðu geimhöfn Skyrora og skjóta eldflauginni á loft. Öll framkvæmdin var þróuð og framkvæmd á innan við mánuði, sem er mettími, en auk þess að setja upp geimhöfnina – sem er í gámaeiningu til að auðvelda flutning og hraða uppsetningu – þurfti einnig að flytja bæði eldflaugina og allan aðbúnað að Langanesi. Með hreyfanleika geimhafnarinnar tekst Skyrora að lágmarka áhrif á nærliggjandi umhverfi og dýralíf og skilur lítil sem engin ummerki eftir sig.

Skylark L er 11 m eldflaug Skyrora sem ætluð er fyrir kastbraut jarðar (e. suborbital). Hún getur náð 4x hljóðhraða og í meira en 125 km hæð. 70% af tækninni sem prófuð er í Skylark L skottilrauninni verður nýtt fyrir Skyrora XL flaugina, sem gefur tækifæri til stigvaxandi þróun og prófun á tæknilegum viðbúnaði fyrir skot að sporbraut á næsta ári.

Lee Rosen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Skyrora, sagði: „Eftir þrjá áratugi í þessum bransa get ég fullvissað þig um að það má alltaf búast við einhverjum tæknilegum örðugleikum, þrátt fyrir bestu hönnun, smíði og prófunarundirbúning. Skottilraun Skyrora á Skylark L hefur veitt teyminu dýrmæta reynslu í aðgerðaferli, við samhæfingu flutninga og framkvæmd hraðrar uppsetningar og niðurpakkninga á færanlegu geimhöfninni okkar. Sú reynsla er skref í átt að markmiði okkar um að komast á sporbraut. Við erum mjög ánægð með þann stuðning sem við höfum fundið fyrir frá bæði íslenskum stjórnvöldum og fólkinu á Þórshöfn við þessa tilraun. Það er sannkallað merki um sterkt samband sem er kjarninn í evrópskum geimvísindum.“

Volodymyr Levykin, stofnandi og forstjóri Skyrora, sagði: „Skyrora er stöðugt er markvisst að vinna sig upp að geimskoti í Bretlandi. Geimskotstilraun okkar á Íslandi er til marks um vaxandi samvimu þjóða. Að baki liggur mikil vinna Skyrora-liðsins, sem vann gegn öllum líkum til að gera tilraunina að veruleika, þar á meðal erfið veðurskilyrði og mjög lágt hitastig sem búnaður okkar hafði ekki verið prófaður í. Þeir sem eru á staðnum eru nú að ljúka við að pakka niður við þessar krefjandi aðstæður og við munum rannsaka eðli og orsök örðugleikanna frekar þegar því ferli er lokið.“

„Þó að þessi skottilraun hafi ekki gengið alveg eins og við bjuggumst við, hefur hún engu að síður verið dýrmætt námstækifæri – og risastór sigur fyrir þetta nýja samband Íslands og Bretlands, sem og fyrir evrópskt samstarf á sviði geimvísinda. Miðað við það sem við höfum áorkað hér, erum við áfram fullviss um að ná markmiði okkar um lóðrétt geimskot að sporbraut frá Bretlandi árið 2023.“

Björn Sigurður Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði: „Það voru forréttindi fyrir Langanesbyggð að vera valin fyrir Skylark L skotið og að hýsa starfsfólk Skyrora. Við höfum verið vel upplýst um hvert skref í ferlinu og samstarfið mun verða fyrirmynd fyrir framtíðarverkefni í okkar litla samfélagi.“

„Við vonum innilega að verkefnið leiði til frekari uppbyggingar geimiðnaðar á Íslandi. Sterk tengsl Bretlands og Íslands ná aldir aftur í tímann og við Íslendingar köllum meira að segja 15. öldina „ensku öldina“. Þessi tengsl eru nú komin á nýtt stig með Skylark L skottilrauninni frá Íslandi.“

„Með skottilraun Skylark L er merkum áfanga náð sem færir Skyrora nær sporbraut á næsta ári. Tilraunin kom í framhaldi af vel heppnuðu 2. stigs kyrrstöðuprófi þeirra á sporbrautareldflaug sinni, Skyrora XL, í ágúst á Machrihanish flugherstöðinni en það var fyrsta tilraun sinnar tegundar í Bretlandi í yfir 50 ár.“

Matt Archer, forstöðumaður viðskiptasviðs hjá bresku Geimferðastofnuninni, sagði: „Þessi tilraun að geimskoti eldflaugar að kastbraut, sem þróuð var í Skotlandi, er enn eitt spennandi skrefið á leið Skyrora í átt að skoti frá Bretlandi. Sterk alþjóðleg tengsl okkar við samstarfsaðila eins og Ísland eru líka mikilvæg fyrir okkar eigin metnað í þessum efnum. Með því að nýta tækifærin sem geimflug í atvinnuskyni býður upp á, erum við að skapa störf sem krefjast mikillar sérþekkingar og staðbundin tækifæri um allt land.“